Thai súpa með rækjum.


 
Þessi súpa er frekar mild en hægt að bæta við chili eða karrýmaukinu til að auka styrkleikann.
Set frekar lítið vatn til að byrja með og bæti svo við eftir smekk. 
 
 
Strengjabaunir ( hálfan pakka ca )

1 lítill laukur saxaður

1/2 pakkning sveppir ( Flúðasveppir )

3 hvítlauksrif

Ferskt chili saxað ( 1 msk )

1 kúfuð msk Thai gult karrý mauk

ca 700 ml vatn

1 dós kókosmjólk

1 msk sesamolía 

2 tsk fiskisósa 

Risarækjur ( hráar ) og venjulegar eftir smekk

Thai Soup Tomkha stock powder frá deSiam 3 pokar ( það eru 5 í pakkanum )

1 teningur kjúklingakraftur

Eggjanúðlur frá Blue Dragoon amk  1 " hreiður " á mann 
 

Baunir, sveppir , laukur, chili og hvitlaukur steikt í smástund í rúmgóðum potti.

Sýð vatn í katli set út í pottinn ásamt krafti,  kókósmjólk og karrý maukinu.
 
Núðlurnar soðnar sér en ekki að fullu svo þeir verði ekki ofsoðnar. 

Læt suðuna koma upp og bæti rækjum og núðlunum út í.

Læt malla  þar til risarækjurnar eru orðnar bleikar.

Gott að bera fram með muldum salthnetum.


Kjötbollur og spagetti

Þegar ég elda kjötbollur og spagetti fer uppskriftin eftir því
hvað er til í ísskápnum.
Núna átti ég til ferska basiliku eins og hægt er að sjá á uppskriftinni :-)

Kjötbollur og spagetti

300 gr svínahakk
500 gr nautahakk
1 egg
1/2 chili aldin smátt saxað ( ekki fræin )
fersk basilika ca 10 stór blöð, saxað
1/2 laukur smátt saxaður
1 msk oregano
4 rif hvítlaukur marin
salt og pipar eftir smekk.

sósa:
1 dós tómatar með hvítlauk, basil og oregano ( ég nota Hunts )
1 rif hvítlauk
fersk basilika ca 8 blöð
1 tsk pipar season all
1 tsk cumin
2 tsk oregano
smá matreiðslurjómi
2 msk rjómaostur.

Bollurnar:
Öllu bolluhráefninu blandað vel saman og mótaðar litlar bollur sem eru steiktar í olíu. Bæti ca 1 bolla af vatni út á pönnuna og myl 1/2 tening af kjúklingakrafti út í vatnið. Malla í 20 mín.

Sósan:
Set allt hráefnið nema rjóma og rjómaost í pott, læt suðuna koma upp og malla á vægum hita í 20 mín þá er matreiðslurjóminn og rjómaosturinn settur út í.

Ber þetta fram með strengjabaunum, spagetti og hvítlauksbrauði. Sýð strengjabaunirnar með spagettinu.


Philly svínahnakkasneiðar.

Philly svínahnakkasneiðar.

Þessi réttur er mjög vinsæll hjá mínu fólki.
Hef boðið 2 ára barnabarni og 78 ára mömmu minni þennan rétt og sú litla sagði "amma meira " og sú eldri sagði " þetta er nú bara gott "

Grunnurinn er tekinn upp úr matreiðslubók sem heitir
Real Women of Philadelphia : The Cookbook

6 stk Svínahnakkasneiðar
Ólífuolía ¼ bolli
Rjómaostur ca 200 gr
1 poki spínat ca 300 til 400 gr
1 poki furuhnetur
2 rif af hvítlauk
Sólþurrkaðir tómatar ca 4 - 6
1 til 1 ½ bolli kjúklingasoð
2 tsk Dijon sinnep
1 Sítróna safi og börkur

Hvítlaukur steiktur upp úr olíunni. Spínatinu, tómötum og furuhnetum bætt út á pönnuna steikt þar til spínatið er orðið mjúkt. Rjómaosturinn settur út í ( pannan tekin af hitanum ) kryddað með salti og pipar og smá af sítrónuberkinum. Ef þetta er of þykkt bæta aðeins af kjúklingasoði. Gott af hafa nóg af jukki.

Svínahnakkinn brúnaður á pönnu og settur í eldfast mót.
Rjómaostsjukkið er sett ofan á sneiðarnar álpappír settur yfir
( passa að loka vel ) . Sett inn í ofn á 180°C í 30 mín.
Soðið sem safnast hefur í eldfasta mótið er hellt í pott og bætt við sítrónusafa, sítrónuberki, sinnepi og kjúklingasoði úr þessu verður hin besta sósa.


Kjúklingur Biryani - með eða án "sultanas ""

 Í þessari uppskrift átti að vera " sultanas " veit ekki hvað það er. Getur einhver uppfrætt mig ?

Sultanas átti að fará út í með jógúrtinni.

 

Kjúklingur Biryani

 

250 gr hrísgrjón ( long grain )

1 tsk grænmetis olía

300 gr kjúklingabringur skornar í bita

3 gulrætur skornar í bita

1 stór kartafla skorin í bita

1 laukur saxaður niður

2,5 cm engifer saxaður niður

2 hvítlauksgeirar kramdir

Blómkál brotið í bita ca ½ haus

100 gr strengjabaunir

2 tsk af karrý paste

1 tsk turmerik

½ tsk kanil

150 gr jógúrt

3 tsk ferskt kóríander

 

Sjóðið hrísgrjónin.

Steikið kjúklinginn og setjið til hliðar.

Steikið kartöflurnar og gulræturnar í 7 – 8 mín eða þar til þær eru að byrja að mýkjast setjið þá allt annað

 í nema jógúrtina steikið í 2 – 3 mín. Hrærið þá jógúrtinni í og setjið hrísgrjónin ofan á

Setjið lok á pottinn (þarf að vera mjög þétt ) og látið malla í 10 mín. Takið þá af hitanum og látið standa í 5 mín.

 


Veitingastaðurinn HaPP Turninum Höfðatorgi

Fór á veitingastaðinn HaPP í hádeginu. Þessi veitingastaður er staðsettur í Turninum Höfðatorgi.

Féll alveg hrikalega góða pizzu og ofnbakað rótargrænmeti.

Pizzan var ekki þessi venjulega pizza heldur var hún köld með þunnum stökkum botni og allskonar hollustu.

Tók þetta með heim og sonurinn og tengdadóttirin gæddu sér á þessu með mér og voru jafnhrifin.

Eftir þessa heimsókn fer þessi staður á vinsældarlistann minn Grin


Falafel nammi nammi namm bollur

Falafel

 

2 x 400 gr kjúklingabaunir úr dós ( skolaðar ) passa að setja ekki vökvann með því þá verða bollurnar of mjúkar.

2 tsk mulið kórínader ( ég nota reyndar ferkst )

2 tsk mulið cummin

2 hvítlauksrif kramin

2 tsk ferskt kóríander saxað niður

1 eggjarauða

2 tsk olía

 

Sósa:

Hrein jógúrt

smá olífuolía

svartur pipar

smá ferkst rautt chili

smá af hvítlauk

 

Setjið 2/3 af kjúklingabaunum í blandara ( mér finnst reyndar betra að stappa þær ) með kóríander, cumin og hvítlauk og blandið þar til blandan er næstum því mjúk. Bætið þá kóríander laufum og eggjarauðu út í.

Búiðtil ca 16 litlar bollur penslið þær með olíu og setið í eldfast mót undir forhitað grill og grillið í 3 – 4 mín.

Gott að bera fram með góðu salati og brúnum hrísgrjónum.


Gott fyrir sykursjúka - MOROCCAN grænmeti og kjúklingabaunir með cous-cous

Þegar fjölskyldumeðlimur greindist með sykursýki þurfti að breyta matarræðinu. 

Þessi er mjög vinsæl bæði hjá yngri og eldri fjölskyldumeðlimum, en gengur ekki að bjóða afganginn daginn eftir þar sem grænmetið verður mjög mjúkt og það finnst þeim ógeðslegt :-)ég get aftur á móti borðað þetta gamalt eða nýtt.

 

 MOROCCAN grænmeti og kjúklingabaunir með cous-cous þessi uppskrift er tekinn upp út bókinni Diabetes cookbook en breytt að smekk heimilisfólks.

 

 2 tsk olía

1 lítið eggaldin skorið í bita

1 kúrbítur skorinn í bita

1 gulrót skorin í bita

½ haus blómkál brotinn í sundur

½ laukur skorin í smátt

2,5 cm engifer rifið niður

2 hvitlauksgeirar kramdir

2 tsk cummin

Ferkst chili eftir smekk

400 g tómatar í dós

2 tsk tómatpúrra

150 ml kjúklingasoð

400 gr kjúklingabaunir úr dós

200 gr snjóbaunir og Edemame baunir ( fiska.is) fæst líka í Kolaportinu

Salt / Pipar

250 gr couscous

400 ml soðið vatn

Harissa sósa eða chili sósa ( borin fram með réttinum )

 

Hita olíu í þykkbotna potti. Setjið eggaldinið, kúrbít, gulrót, blómkál, lauk og hvítlauk og steikið og meðan hrært er í í ca 3-4 mín eða þangað til grænmetið mýkist.

Bætið cummin og chilidufti út í og steikið áfram í 1 mín. Bætið tómötum í dós, tómatpúrru og kjúklingasoði út í og látið suðuna koma upp. Lækkið hitann og sjóðið í 8 mín,bætið kjúklingabaunum og baunum út í þegar búið er að malla í 4 mín. Kryddið vel.

Borið fram með cous cous og chilisósu.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband