Færsluflokkur: Bloggar
13.11.2010 | 12:31
Kjúklingur Biryani - með eða án "sultanas ""
Í þessari uppskrift átti að vera " sultanas " veit ekki hvað það er. Getur einhver uppfrætt mig ?
Sultanas átti að fará út í með jógúrtinni.
Kjúklingur Biryani
250 gr hrísgrjón ( long grain )
1 tsk grænmetis olía
300 gr kjúklingabringur skornar í bita
3 gulrætur skornar í bita
1 stór kartafla skorin í bita
1 laukur saxaður niður
2,5 cm engifer saxaður niður
2 hvítlauksgeirar kramdir
Blómkál brotið í bita ca ½ haus
100 gr strengjabaunir
2 tsk af karrý paste
1 tsk turmerik
½ tsk kanil
150 gr jógúrt
3 tsk ferskt kóríander
Sjóðið hrísgrjónin.
Steikið kjúklinginn og setjið til hliðar.
Steikið kartöflurnar og gulræturnar í 7 8 mín eða þar til þær eru að byrja að mýkjast setjið þá allt annað
í nema jógúrtina steikið í 2 3 mín. Hrærið þá jógúrtinni í og setjið hrísgrjónin ofan á
Setjið lok á pottinn (þarf að vera mjög þétt ) og látið malla í 10 mín. Takið þá af hitanum og látið standa í 5 mín.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.10.2010 | 15:01
Veitingastaðurinn HaPP Turninum Höfðatorgi
Fór á veitingastaðinn HaPP í hádeginu. Þessi veitingastaður er staðsettur í Turninum Höfðatorgi.
Féll alveg hrikalega góða pizzu og ofnbakað rótargrænmeti.
Pizzan var ekki þessi venjulega pizza heldur var hún köld með þunnum stökkum botni og allskonar hollustu.
Tók þetta með heim og sonurinn og tengdadóttirin gæddu sér á þessu með mér og voru jafnhrifin.
Eftir þessa heimsókn fer þessi staður á vinsældarlistann minn
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.10.2010 | 14:50
Falafel nammi nammi namm bollur
Falafel
2 x 400 gr kjúklingabaunir úr dós ( skolaðar ) passa að setja ekki vökvann með því þá verða bollurnar of mjúkar.
2 tsk mulið kórínader ( ég nota reyndar ferkst )
2 tsk mulið cummin
2 hvítlauksrif kramin
2 tsk ferskt kóríander saxað niður
1 eggjarauða
2 tsk olía
Sósa:
Hrein jógúrt
smá olífuolía
svartur pipar
smá ferkst rautt chili
smá af hvítlauk
Setjið 2/3 af kjúklingabaunum í blandara ( mér finnst reyndar betra að stappa þær ) með kóríander, cumin og hvítlauk og blandið þar til blandan er næstum því mjúk. Bætið þá kóríander laufum og eggjarauðu út í.
Búiðtil ca 16 litlar bollur penslið þær með olíu og setið í eldfast mót undir forhitað grill og grillið í 3 4 mín.
Gott að bera fram með góðu salati og brúnum hrísgrjónum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)