Gott fyrir sykursjúka - MOROCCAN grænmeti og kjúklingabaunir með cous-cous

Þegar fjölskyldumeðlimur greindist með sykursýki þurfti að breyta matarræðinu. 

Þessi er mjög vinsæl bæði hjá yngri og eldri fjölskyldumeðlimum, en gengur ekki að bjóða afganginn daginn eftir þar sem grænmetið verður mjög mjúkt og það finnst þeim ógeðslegt :-)ég get aftur á móti borðað þetta gamalt eða nýtt.

 

 MOROCCAN grænmeti og kjúklingabaunir með cous-cous þessi uppskrift er tekinn upp út bókinni Diabetes cookbook en breytt að smekk heimilisfólks.

 

 2 tsk olía

1 lítið eggaldin skorið í bita

1 kúrbítur skorinn í bita

1 gulrót skorin í bita

½ haus blómkál brotinn í sundur

½ laukur skorin í smátt

2,5 cm engifer rifið niður

2 hvitlauksgeirar kramdir

2 tsk cummin

Ferkst chili eftir smekk

400 g tómatar í dós

2 tsk tómatpúrra

150 ml kjúklingasoð

400 gr kjúklingabaunir úr dós

200 gr snjóbaunir og Edemame baunir ( fiska.is) fæst líka í Kolaportinu

Salt / Pipar

250 gr couscous

400 ml soðið vatn

Harissa sósa eða chili sósa ( borin fram með réttinum )

 

Hita olíu í þykkbotna potti. Setjið eggaldinið, kúrbít, gulrót, blómkál, lauk og hvítlauk og steikið og meðan hrært er í í ca 3-4 mín eða þangað til grænmetið mýkist.

Bætið cummin og chilidufti út í og steikið áfram í 1 mín. Bætið tómötum í dós, tómatpúrru og kjúklingasoði út í og látið suðuna koma upp. Lækkið hitann og sjóðið í 8 mín,bætið kjúklingabaunum og baunum út í þegar búið er að malla í 4 mín. Kryddið vel.

Borið fram með cous cous og chilisósu.


Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband