Kjúklingur Biryani - með eða án "sultanas ""

 Í þessari uppskrift átti að vera " sultanas " veit ekki hvað það er. Getur einhver uppfrætt mig ?

Sultanas átti að fará út í með jógúrtinni.

 

Kjúklingur Biryani

 

250 gr hrísgrjón ( long grain )

1 tsk grænmetis olía

300 gr kjúklingabringur skornar í bita

3 gulrætur skornar í bita

1 stór kartafla skorin í bita

1 laukur saxaður niður

2,5 cm engifer saxaður niður

2 hvítlauksgeirar kramdir

Blómkál brotið í bita ca ½ haus

100 gr strengjabaunir

2 tsk af karrý paste

1 tsk turmerik

½ tsk kanil

150 gr jógúrt

3 tsk ferskt kóríander

 

Sjóðið hrísgrjónin.

Steikið kjúklinginn og setjið til hliðar.

Steikið kartöflurnar og gulræturnar í 7 – 8 mín eða þar til þær eru að byrja að mýkjast setjið þá allt annað

 í nema jógúrtina steikið í 2 – 3 mín. Hrærið þá jógúrtinni í og setjið hrísgrjónin ofan á

Setjið lok á pottinn (þarf að vera mjög þétt ) og látið malla í 10 mín. Takið þá af hitanum og látið standa í 5 mín.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband