Kjötbollur og spagetti

Þegar ég elda kjötbollur og spagetti fer uppskriftin eftir því
hvað er til í ísskápnum.
Núna átti ég til ferska basiliku eins og hægt er að sjá á uppskriftinni :-)

Kjötbollur og spagetti

300 gr svínahakk
500 gr nautahakk
1 egg
1/2 chili aldin smátt saxað ( ekki fræin )
fersk basilika ca 10 stór blöð, saxað
1/2 laukur smátt saxaður
1 msk oregano
4 rif hvítlaukur marin
salt og pipar eftir smekk.

sósa:
1 dós tómatar með hvítlauk, basil og oregano ( ég nota Hunts )
1 rif hvítlauk
fersk basilika ca 8 blöð
1 tsk pipar season all
1 tsk cumin
2 tsk oregano
smá matreiðslurjómi
2 msk rjómaostur.

Bollurnar:
Öllu bolluhráefninu blandað vel saman og mótaðar litlar bollur sem eru steiktar í olíu. Bæti ca 1 bolla af vatni út á pönnuna og myl 1/2 tening af kjúklingakrafti út í vatnið. Malla í 20 mín.

Sósan:
Set allt hráefnið nema rjóma og rjómaost í pott, læt suðuna koma upp og malla á vægum hita í 20 mín þá er matreiðslurjóminn og rjómaosturinn settur út í.

Ber þetta fram með strengjabaunum, spagetti og hvítlauksbrauði. Sýð strengjabaunirnar með spagettinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband