Thai súpa með rækjum.


 
Þessi súpa er frekar mild en hægt að bæta við chili eða karrýmaukinu til að auka styrkleikann.
Set frekar lítið vatn til að byrja með og bæti svo við eftir smekk. 
 
 
Strengjabaunir ( hálfan pakka ca )

1 lítill laukur saxaður

1/2 pakkning sveppir ( Flúðasveppir )

3 hvítlauksrif

Ferskt chili saxað ( 1 msk )

1 kúfuð msk Thai gult karrý mauk

ca 700 ml vatn

1 dós kókosmjólk

1 msk sesamolía 

2 tsk fiskisósa 

Risarækjur ( hráar ) og venjulegar eftir smekk

Thai Soup Tomkha stock powder frá deSiam 3 pokar ( það eru 5 í pakkanum )

1 teningur kjúklingakraftur

Eggjanúðlur frá Blue Dragoon amk  1 " hreiður " á mann 
 

Baunir, sveppir , laukur, chili og hvitlaukur steikt í smástund í rúmgóðum potti.

Sýð vatn í katli set út í pottinn ásamt krafti,  kókósmjólk og karrý maukinu.
 
Núðlurnar soðnar sér en ekki að fullu svo þeir verði ekki ofsoðnar. 

Læt suðuna koma upp og bæti rækjum og núðlunum út í.

Læt malla  þar til risarækjurnar eru orðnar bleikar.

Gott að bera fram með muldum salthnetum.


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband